Sumarhúsin

Þeir sumarbústaðir sem Fagsmíði hefur látið teikna og eru í byggingu hjá okkur fela í sér nýja hugmynd á íslenskum sumarhúsamarkaði.

Í fyrsta lagi eru bústaðirnir byggðir hérna í bænum í tveimur hlutum. Sumarbústaðurinn er í heild tveir skálar með einu millihúsi. Millihúsið er alltaf byggt á þeirri lóð sem sumarbústaðurinn endar á en skálarnir eru fluttir úr bænum á stórum flutningabílum.

Hugmyndin varðandi það að hafa bústaðinn tvískiptan grundvallast af því að hafa annan skálann fyrir svefnherbergi meðan að hinn er fyrir eldhús og stofu. Þá er baðherbergið í millihúsinu sem og anddyrið. Með þessu móti getur fólk sofið vært þó einhverjir séu enn á ferli í stofunni.

Efni

Allt efnið í húsunum er fyrsta flokks. Bandsagaður panill að utanverðu sem hámarkar viðloðun á málningu. Litað gler er í öllum rúðum og ryðfríar lamir á gluggum og hurðum.

Lóðirnar

Lóðirnar sem við höfum upp á að bjóða eru við Eystri Rangá. Hver og ein þeirra eru um hektari að stærð.

Þá er bæði hægt að kaupa sumarbústað með lóð við Eystri Rangá eða koma bústaðnum fyrir á lóð sem kaupandi á fyrir.