Fyrirtækið

Feðgarnir

Anton Örn           Gunnar Örn        Egill Örn

Um okkur

Fagsmíði ehf. var stofnað árið 1995 af Gunnari Erni Rúnarssyni, húsasmíðameistara og Ástu Samúelsdóttur skrifstofustjóra fyrirtækisins.

Skrifstofa og verkstæði Fagsmíði eru í sama húsnæði að Kársnesbraut 98, 200 Kópavogi. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því hringja eða senda tölvupóst.

Kársnesbraut 98
200 Kópavogur
Kt. 670395-2869
s. 540-3900
fagsmidi@fagsmidi.is

Faglærðir smiðir

Allir þeir iðnaðarmenn sem starfa hjá Fagsmíði eru faglærðir smiðir og húsasmíðameistarar. Við erum fyrirtæki sem býður upp á mjög góða þjónustu og því er mikilvægt að okkar starfsmenn séu reynslumiklir fagmenn. 

Fagsmíði er aðili að Meistarafélagi iðnaðarmanna Hafnarfirði og Samtökum iðnaðarins.

 

 

Gæðastjórnunarkerfi byggingarstjóra og iðnmeistara

Í byrjun árs 2015 tóku gildi lög sem kveða á um það að verktakafyrirtæki verða að vera með gæðastjórnunarkerfi staðfest af Mannvirkjastofnun. Sé gæðastjórnunarkerfi ekki til staðar þá hafa starfsmenn félagsins ekki réttindi til að skrifa upp á verk né bjóða í verkefni á vegum opinberra aðila. Fagsmíði ehf er með gæðastjórnunarkerfi staðfest af Mannvirkjastofnun.

 

Myndin til hægri: 

Anton Örn Gunnarsson, íslandsmeistari nema í húsasmíði 2012

 

Hér í viðkenningarhófi eftir þátttöku í Euroskills 2016

30 ára reynsla

Gunnar Örn Rúnarsson, húsasmíðameistari og eigandi Fagsmíði, býr yfir 30 ára starfsreynslu í faginu. Hjá Fagsmíði starfa einungis faglærðir smiðir og húsasmíðameistarar. Fagmennskan er alltaf í fyrirrúmi.

Almenn smíðavinna

Fagsmíði hefur í gegnum tíðina tekið að sér verkefni á öllum sviðum greinarinnar. Í seinni tíð hefur fyrirtækið þó einbeitt sér að uppsteypu nýrra mannvirka, bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Samhliða því þjónustar Fagsmíði húsfélög, fyrirtæki og einstaklinga.

Vel tækjum búið

Tækjakosturinn er góður: Byggingarkranar, steypumót, gröfur, vörubílar, kranabílar, turnlyftur, skæralyftur, spjótlyftur, vinnupallar ásamt verkstæði o.fl. Fagsmíði getur því boðið góða þjónustu og er allt til taks þegar á þarf að halda.

Gunnar Örn Rúnarsson

Framkvæmdastjóri / Húsasmíðameistari
gunnar@fagsmidi.is

Sími: 893-0561

Ásta Samúelsdóttir

Skrifstofustjóri
asta@fagsmidi.is

s. 864-8003

Vignir Hreinsson

Verkstjóri / Húsasmíðameistari
vignir@fagsmidi.is

s. 698-6620

Anton Örn Gunnarsson

Verkstjóri / Húsasmíðameistari


s. 869-3033